Kynbótahross á Landsmóti

Kynbótahross á Landsmóti

Deila

Nú er síðasta vika kynbótasýninga í gangi fyrir Landsmót. Eins og fram hefur komið má finna lista yfir þau kynbótahross sem búin eru að vinna sér þátttökurétt á Landsmót hverju sinni á heimasíðunni www.worldfengur.com. Endanlegur listi lítur ekki dagsins ljós fyrr en 16. júní þegar vordómum lýkur en yfirlitssýningu á Hellu lýkur um miðjan dag þann dag. Ekki þarf að skrá sig inn í WorldFeng til að sjá þennan lista heldur má opna hann á forsíðunni með því að smella á „Sýningarskrá fyrir Landsmót 2018“.

Eigendur kynbótahrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum eru beðnir um að láta vita í síðasta lagi fyrir 18. Júní. Afar mikilvægt er að þetta sé gert þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Hægt er að láta vita í síma 892-9690 eða á netfanginu [email protected].

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD