Ræktunarbú á Landsmóti

Ræktunarbú á Landsmóti

Deila

Sýningar ræktunarbúa skipa heiðurssess á landsmótum hestamanna og á LM2018 í Reykjavík verður engin breyting þar á.

Ræktunarbússýningar eru á dagskrá milli kl. 20:30 og 22:15 föstudagskvöldið 6. júlí.

Að auki koma fram á laugardagskvöldinu 7. júlí kl.19:15-19:50 keppnishestabú ársins og ræktunarbú ársins ásamt sigurvegara símakosningarinnar frá föstudagskvöldinu.

Þau hrossaræktarbú sem koma fram á föstudagskvöldinu 6. júlí verða 13 talsins:

▪ Austurkot

▪ Álfhólar

▪ Breiðholt í Flóa

▪ Dalsholt

▪ Eyland

▪ Eystra-Fróðholt

▪ Hofsstaðir, Garðabæ

▪ Horn

▪ Stóra-Vatnsskarð

▪ Strandarhöfuð

▪ Vakurstaðir

▪ Vesturkot

▪ Þúfur

Á laugardagskvöldinu kemur sigurvegari símakosningar fram, ásamt tveimur boðsbúum, en þau eru:

▪ Efsta-Sel – ræktunarbú ársins 2017

▪ Litla-Brekka – keppnishestabú ársins 2017

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD