Aðeins 8 konur af 30 keppendum í tölti á Landsmóti – uppfærð...

Aðeins 8 konur af 30 keppendum í tölti á Landsmóti – uppfærð frétt

Deila

Nú er stöðulistinn í Tölti T1 fyrir Landsmótið væntanlega orðinn endanlegur enda ekki nein mót eftir sem gefa rétt til þáttöku. 30 hestar munu keppa og eru það þeir sem hafa náð hæstu einkunnum  á þessu ári. Á toppnum trónir sem fyrr Jakob Svavar Sigurðsson á Júíu frá Hamarsey, en neðasta einkunn sem gefur rétt til þátttöku er 7.20 í þrítugasta sæti.

Athygli vekur, að mikill  kynjahalli er á keppendum, því að af þessum 30 keppendum eru knapar á 22 hrossum karlmenn en aðeins 8 konur. Það virðist því enn vera svo, að hestamennska er karlasport á Íslandi, þótt konur hafi vissulega sótt í sig veðrið á undanförnum árum og margar gefa körlunum ekkert eftir. En þær konur sem hafa unnið sér keppnisrétt í tölti á Landsmóti 2018 eru gamalreyndar keppniskempur á borð við  Elín Holst,  Huldu Gústafsdóttur, Ragnhildi Haraldsdóttur og Lenu Zielenski, og svo eru yngri konurnar farnar að láta að sér kveðja, sumar nýútskrifaðar frá Hólaskóla, þær Jóhanna Margrét Snorradóttir, Fríða Hansen, Hanna Rún Ingibergsdóttir og Lára Jóhannsdóttir.

Hestafréttir óska konunum eins og öllum keppendum góðs gengis og ánægjulegs Landsmóts! Myndirnar eru af tveimur yngri keppendunum, Jóhönnu Margréti Snorradóttur á Kára frá Ásbrú og Fríðu Hansen á Kviku frá Leirubakka.

Stöðulistann í tölti má svo sjá hér í heild sinni, þessir 30 hross og knapar hafa náð inn á Landsmót:

 

 

Birt með fyrirvara.

# Knapi Kennitala Hross Einkunn Mót
1 Jakob Svavar Sigurðsson 3107754369 IS2009282316 Júlía frá Hamarsey 8,73 IS2018FAK096 – Reykjavíkurmeistaramót  (WR)
2 Árni Björn Pálsson 1111824189 IS2008166207 Ljúfur frá Torfunesi 8,27 IS2018FAK096 – Reykjavíkurmeistaramót  (WR)
3 Elin Holst 2107853539 IS2007176176 Frami frá Ketilsstöðum 8,00 IS2018SLE104 – WR Íþróttamót  (WR)
4 Viðar Ingólfsson 3005833779 IS2010235536 Pixi frá Mið-Fossum 7,90 IS2018SLE104 – WR Íþróttamót  (WR)
5 Jakob Svavar Sigurðsson 3107754369 IS2010156107 Konsert frá Hofi 7,87 IS2018FAK096 – Reykjavíkurmeistaramót  (WR)
6 Hulda Gústafsdóttir 0503664489 IS2009137637 Draupnir frá Brautarholti 7,87 IS2018SPR119 – Gæðingamót Spretts 
7 Hinrik Bragason 1009684799 IS2011184871 Hrókur frá Hjarðartúni 7,77 IS2018SIN141 – Hestaþing Sindra 
8 Þórarinn Ragnarsson 3112893069 IS2009167169 Hringur frá Gunnarsstöðum I 7,67 IS2018FAK096 – Reykjavíkurmeistaramót  (WR)
9 Jón Páll Sveinsson 0211733129 IS2009280685 Hátíð frá Forsæti II 7,57 IS2018GEY144 – Punktamót í tölti 
10 Ævar Örn Guðjónsson 1203813939 IS2009188691 Vökull frá Efri-Brú 7,50 IS2018SPR119 – Gæðingamót Spretts 
11 Ragnhildur Haraldsdóttir 1311862239 IS2010256299 Gleði frá Steinnesi 7,47 IS2018SLE104 – WR Íþróttamót  (WR)
12 Viðar Bragason 1201703769 IS2010267161 Lóa frá Gunnarsstöðum 7,47 IS2018HRI137 – Opin gæðingakeppni Hrings. Úrtaka 
13 Bjarni Jónasson 1204722919 IS2010276015 Úlfhildur frá Strönd 7,47 IS2018SKA103 – Punktamót 1  
14 Siguroddur Pétursson 0510695369 IS2009137717 Steggur frá Hrísdal 7,43 IS2018FAK096 – Reykjavíkurmeistaramót  (WR)
15 Elvar Þormarsson 0605813129 IS2009284172 Katla frá Fornusöndum 7,37 IS2018GEY144 – Punktamót í tölti 
16 Hinrik Bragason 1009684799 IS2005181968 Hreimur frá Kvistum 7,37 IS2018FAK115 – Gæðingamót Fáks 
17 Ólafur Ásgeirsson 2212724719 IS2008182454 Glóinn frá Halakoti 7,37 IS2018GEY144 – Punktamót í tölti 
18 Gústaf Ásgeir Hinriksson 1202963109 IS2009284586 Sprengihöll frá Lækjarbakka 7,37 IS2018GEY144 – Punktamót í tölti 
19 Viðar Bragason 1201703769 IS2006158464 Þytur frá Narfastöðum 7,33 IS2018HRI137 – Opin gæðingakeppni Hrings. Úrtaka 
20 Jóhanna Margrét Snorradóttir 1508953169 IS2010181385 Kári frá Ásbrú 7,33 IS2018FAK115 – Gæðingamót Fáks 
21 Fríða Hansen 0501952609 IS2008286701 Kvika frá Leirubakka 7,30 IS2018SIN141 – Hestaþing Sindra 
22 Hanna Rún Ingibergsdóttir 2812922699 IS2008181771 Hrafnfinnur frá Sörlatungu 7,27 IS2018SLE104 – WR Íþróttamót  (WR)
23 Sigurður Sigurðarson 0601693739 IS2011281838 Rauða-List frá Þjóðólfshaga 1 7,27 IS2018GEY144 – Punktamót í tölti 
24 Viðar Ingólfsson 3005833779 IS2011286771 Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II 7,27 IS2018SPR146 – Áhugamannamót Spretts og Wow air 
25 Lára Jóhannsdóttir 2011643629 IS2009186591 Gormur frá Herríðarhóli 7,27 IS2018FAK115 – Gæðingamót Fáks 
26 Teitur Árnason 0609912279 IS2006158545 Roði frá Syðri-Hofdölum 7,23 IS2018SLE104 – WR Íþróttamót  (WR)
27 Sigurður Sigurðarson 0601693739 IS2010184301 Ferill frá Búðarhóli 7,23 IS2018FAK115 – Gæðingamót Fáks 
28 Ásmundur Ernir Snorrason 1902922749 IS2009184745 Frægur frá Strandarhöfði 7,23 IS2018FAK096 – Reykjavíkurmeistaramót  (WR)
29 Eggert Helgason 1611943289 IS2008187001 Stúfur frá Kjarri 7,23 IS2018GEY144 – Punktamót í tölti 
30 Lena Zielinski 1308742159 IS2009286545 Kolka frá Hárlaugsstöðum 2 7,20 IS2018SLE104 – WR Íþróttamót  (WR)
31 Sina Scholz 2211873269 IS2009157780 Nói frá Saurbæ 7,20 IS2018SKA128 – Úrtaka fyrir Landsmót og Félagsmót Skagfirðings 
32 Sigursteinn Sumarliðason 0808784869 IS2009186430 Háfeti frá Hákoti 7,20 IS2018FAK096 – Reykjavíkurmeistaramót  (WR)

 

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD