Opið hús á Leirubakka

Opið hús á Leirubakka

Deila

Opið hús verður á hrossaræktarbúinu á Leirubakka á morgun, mánudaginn 9. júli frá morgni til kvölds. Gestir frá Landsmóti hestamanna sérstaklega velkomnir sem og allir aðrir hestamenn. Sýnd verða hross úr ræktun Leirubakka, þar á meðal fyrstu verðlauna stóðhestar og hryssur, einnig ung hross úr ræktuninni. Þá verða einnig söluhross í boði.

Heitt er á könnunni allan daginn, og svo má minna á að á Leirubakka er bæði glæsileg sýning um eldfjallið Heklu og frábært veitingahús þar sem sérstök áhersla er lögð á matreiðslu á hráefni úr héraðinu, meðal annars lambakjöt og bleikju.

Leirubakki er aðeins um 100 km frá Reykjavík og 60 km frá Selfossi, ekið upp Landveg við verslunina Vegamót skammt frá Hellu.

 

Sé nánari upplýsinga óskað má alltaf hringja í síma 8935046.

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD