Hrannar frá Flugumýri fer í hólf á Laugardælum við Selfoss

Hrannar frá Flugumýri fer í hólf á Laugardælum við Selfoss

Deila

Gæðingurinn Hrannar frá Flugumýri tekur nú á móti hryssum, Hrannar þarf vart að kynna en hann hefur hlotið 9.5 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag ásamt því að sigra Landsmót og Íslandsmót.

 

Hrannar hefur nú einnig hlotið 1 verðlaun fyrir afkvæmi en mikið kom fram af ungum og áhugaverðum hrossum undan Hrannari í vor sem gaman verður að fylgjast með hvernig þróast á næstu árum.

 

Tekið verður á móti hryssum á morgun þriðjudaginn 10/07 og eða samkvæmt samkomulagi við Eyrúnu Ýr í síma 8499412

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD