Adrían frá Garðshorni á Þelamörk tekur á móti hryssum í Austur-Landeyjum

Adrían frá Garðshorni á Þelamörk tekur á móti hryssum í Austur-Landeyjum

Deila

Adrían frá Garðshorni á Þelamörk tekur á móti hryssum í Austur-Landeyjum, nánar tiltekið að Kanastöðum, en hann stóð efstur 5 vetra stóðhesta á Landsmótinu með afar góðum og jöfnum kynbótadómi (8,63) og fylgdi þannig eftir frábærum 4ra vetra dómi frá í fyrra (8,42). Hæfileikamegin skartar hann 9,5 fyrir tölt og 9 fyrir vilja/geðslag og fegurð í reið. Sköpulagsmegin eru 9-urnar fjórar, fyrir frampart, bak/lend, samræmi og hófa.

Adrían er sterkættaður, háfættur, fas- og gangmikill alhliða hestur með úrvals tölt og frábært geðslag. Hann er undan heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum og gæðingamóðurinni Eldingu frá Lambanesi en undan henni eru m.a. Hersir og Vissa frá Lambanesi sem hvort um sig áttu hest á topp 10 í flokki 4ra vetra stóðhesta á LM. Þess má geta að Adrían er með eigin síðu á alnetinu: www.facebook.com/AdrianStallion/ 

Verð á folatolli er kr. 180.000 með öllu (þ.e. tollur, girðingagjald, 1x sónar og vsk.). Um er að ræða langt gangmál og hægt að bæta hryssum inn á hestinn eftir atvikum og samkomulagi við umsjónarmenn sem eru neðangreindir og taka við pöntunum / veita nánari upplýsingar:

Eiríkur Þ Davíðsson 8948994
Erlendur Árnason 8978551

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD