Þökkum stuðninginn á Áhugamannamóti Íslands 2018 Stracta hotels

Þökkum stuðninginn á Áhugamannamóti Íslands 2018 Stracta hotels

Deila

Hestamannafélagið Geysir vill þakka öllum þeim styrktaraðilum sem hjálpuðu til við að gera Áhugamannamót Íslands og Stracta hotels 2018 að veruleika. Mótið heppnaðist frábærlega í alla staði. Mótanefndin vill einnig þakka öllum þeim sjálfboðaliðum, starfsfólki og dómurum fyrir sína frammistöðu. Knapar voru til fyrirmyndar og veðrið lék við okkur. Sjáumst á næsta ári.

Styrktaraðilar

Farandgripir eru gefnir af Gangmyllunni
Framkvæmdarbikarinn – 100m skeið
Álfadísarbikarinn – tölt T3
Heilladísarbikarinn – fimmgangur F2
Þernubikarinn – fjórgangur V2
Spesarbikarinn – fjórgangur V5
Álfhildarbikarinn – tölt T7
Ljónslapparbikarinn – tölt T4
Djörfungarbikarinn – gæðingaskeið

Verðlaun
1.sæti Gisting fyrir 2 með morgunmat – Stracta
2.sæti gjafapoki frá Baldvin og Þorvaldi
3.sæti fóðurbætisstampur frá Fóðurblöndunni
4.sæti fóðurbætispoki frá Fóðurblöndunni
5.sæti fóðurbætispoki frá Fóðurblöndunni

Verðlaunaplattar eru einnig afhentir í hverri grein og eru gefendur þeirra eftirfarandi:
Fjórgangur V2 – Fet hrossaræktarbú
Fjórgangur V5 – Traðarland hrossarækt
Fimmgangur F2 – Valstrýta hrossarækt
Tölt T3 – Heimahagi hrossarækt
Tölt T4 – Kvistir hrossaræktarbú
Tölt T7 – Vöðlar hrossaræktarbú
Gæðingaskeið – Hjarðartún hrossaræktarbú
100m skeið – Strandarhöfuð hrossaræktarbú

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD