Norðurlandamótið: Enginn íslenskur í úrslitum í fimmgangi

Norðurlandamótið: Enginn íslenskur í úrslitum í fimmgangi

Deila

Enginn keppandi fyrir Ísland verður í úrslitum í fimmgangi á Norðurlandameistaramótinu sem nú stendur yfir í Danmörku. Þetta varð ljóst í morgun þegar danski keppandinn Anne Frank Andresen sigraði B-úrslit á stóðhestinum Vökli frá Leirubakka. Þar með sátu þeir eftir íslensku landsliðsmennirnir  Viðar Ingólfsson, Teitur Árnason og Þórður Þorgeirsson aðeins örfáum kommjum lægri, Anne Frank var með 7.00 en þeir Teitur og Viðar með 6.98. Áður höfðu tryggt sér sæti í úrslitum fimmgangsins þau  Vignir Jónasson á Víkingi frá Österåker, Caspar Hegardt á Oddi frá Skeppergården sem báðir keppa fyrir Svíþjóð og svo dönsku keppendurnir Sören Madsen á Skinfaxa frá Lysholm, Jón Steinild á Eilífi frá Teglborg og Julie Christiansen á Stormi frá Hemlu. Það verða því tveir landsliðsmenn frá Svíþjóð og fjórir frá Danmörku sem keppa í A-úrslitum á sunnudaginn.

Sumum kann að þykja þetta nokkuð áfall, enda hafa Íslendingar löngum haft gott vald á fimmgangi á mótum erlendis. Það er svo sjálfsagt einnig umhugsunarefni fyrir íslenska hrossaræktendur, að aðeins tveir af þessum sex hestum í úrslitunum eru fæddir á Íslandi, þeir Stormur frá Hemlu og Vökull frá Leirubakka. Hinir eru allir fæddir úti. Myndin er af Önnu Frank á Vökli frá Leirubakka eftir að B-úrslit lágu fyrir. Ljósm: toltaren.

Hér fyrir neðan má sjá tölur úr forkeppni fimmgangsins og röð keppenda og hve mjótt var á mununum:

POS

#

RIDER / HORSE

TOT

01:

088

Vignir Jonasson [S][SE] – Viking från Österåker

7,53

PREL 7,7 – 7,4 – 7,8 – 7,5 – 6,4

01:

091

Caspar Hegardt [S][SE] – Oddi från Skeppargården

7,53

PREL 7,4 – 7,4 – 7,9 – 7,5 – 7,7

03:

016

Søren Madsen [S][DK] – Skinfaxi fra Lysholm

7,30

PREL 7,2 – 7,3 – 7,4 – 7,2 – 7,6

04:

009

Jón Stenild [S][DK] – Eilifur fra Teglborg

7,13

PREL 7,2 – 6,9 – 6,7 – 7,3 – 7,6

04:

010

Julie Christiansen [S][DK] – Stormur frá Hemlu I

7,13

PREL 7,1 – 7,4 – 7,2 – 7,1 – 6,9

06:

005

Anne Frank Andresen [S][DK] – Vökull frá Leirubakka

7,10

PREL 7,1 – 7,1 – 7,1 – 7,1 – 6,9

06:

039

Viðar Ingólfsson [S][IS] – Agnar fra Ulbæk

7,10

PREL 7,1 – 7,1 – 7,1 – 6,5 – 7,2

06:

046

Teitur Árnason [S][IS] – Frami fra Hrafnsholt

7,10

PREL 7,2 – 7,2 – 7,1 – 6,7 – 7,0

06:

051

Þórður Þorgeirsson [S][IS] – Baldur frá Skúfslæk

7,10

PREL 7,1 – 6,9 – 7,1 – 7,1 – 7,2

10:

013

Rasmus Møller Jensen [S][DK] – Garpur frá Kjarri

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD