Siggi Sig sigraði B-úrslitin í B-flokki gæðinga á List Lokadóttur

Siggi Sig sigraði B-úrslitin í B-flokki gæðinga á List Lokadóttur

Deila

Sigurður Sigurðarson sýndi enn og aftur úr hverju hann er gerður þegar hann sigraði B-úrslitin í B-flokki gæðinga á Norðurlandamótinu í dag á hryssunni  List frá Langsstöðum og hækkaði sig um tvö sæti frá undankeppninni. Þar með eru fulltrúar Íslands í úrslitunum orðnir þrír, því fyrir voru bróðir Sigurðar, Sölvi Sigurðarson á Legg frá Flögu og Sigurður Óli Kristinsson á Feyki frá Háholti. Öll hrossin í þessum A-úrslitum eru fædd á Íslandi, sem og raunar níu af tíu efstu í þessari grein. Tvö eru frá sama bæ, Langsstöðum, þær Fluga og List, og báðar dætur Loka frá Selfossi. Athyglisverður árangur þar, og er Fluga efst inn í úrslitin með knapa sínum Sys Pilegaard, en Christina Lund er í öðru sæti á þeim víðfræga stóðhesti Álfi frá Selfossi.

Hér eru tölur og röð tíu efstu úr undankeppninni:

POS

#

RIDER / HORSE

TOT

01:

133

Sys Pilegaard [S][DK] – Fluga frá Langsstöðum

8,640

PREL 8,74 – 8,69 – 8,58 – 8,68 – 8,51

02:

166

Christina Lund [S][NO] – Álfur frá Selfossi

8,614

PREL 8,68 – 8,59 – 8,60 – 8,61 – 8,59

03:

167

Camilla Wangen [S][NO] – Reyr frá Melabergi

8,612

PREL 8,72 – 8,66 – 8,59 – 8,51 – 8,58

04:

151

Sigurður Óli Kristinsson [S][IS] – Feykir frá Háholti

8,554

PREL 8,62 – 8,60 – 8,51 – 8,46 – 8,58

05:

150

Sölvi Sigurðarson [S][IS] – Leggur frá Flögu

8,534

PREL 8,60 – 8,52 – 8,54 – 8,59 – 8,42

06:

135

Tania Højvang Jensen [S][DK] – Sjarmi frá Vatnsleysu

8,512

PREL 8,50 – 8,47 – 8,53 – 8,53 – 8,53

07:

178

Eyjolfur Thorsteinsson [S][SE] – Neisti frá Holtsmúla 2

8,494

PREL 8,56 – 8,62 – 8,40 – 8,50 – 8,39

08:

152

Sigurður Sigurðarsson [S][IS] – List frá Langsstöðum

8,482

PREL 8,53 – 8,42 – 8,44 – 8,61 – 8,41

09:

181

Josefin Birkebro [S][SE] – Midas frá Kaldbak

8,444

PREL 8,42 – 8,42 – 8,38 – 8,47 – 8,53

10:

169

Jonas Juul Poverud [S][NO] – Vals fra Sørbråten

8,424

PREL 8,48 – 8,41 – 8,41 – 8,39 – 8,43

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD