Hvaða bú verður hrossaræktarbú ársins 2018?

Hvaða bú verður hrossaræktarbú ársins 2018?

Deila

Nú er síðustu kynbótasýningum ársins lokið, en sem kunnugt er var endað á þremur síðsumarssýningum á Hólum, í Borgarnesi og á Gaddsstaðaflötum við Hellu. Það þýðir að nú er hægt að fara að gera árið upp og vinna sérfræðingar á sviði hrossaræktarinnar vafalaust að því þessa dagana, að skoða heildarniðurstöður, bera saman við fyrri ár og svo framvegis.

Þá styttist einnig í að upplýst verði  hvaða ræktunarbú koma til greina sem hrossaræktarbú ársins 2018. Margir eru einnig áhugasamir um að vita hvaða reglum verði beitt að þessu sinni við valið, og hvort nákvæmar leikreglur verða gerðar opinberar fyrirfram. Töluverðar deilur urðu og miklar umræður sem kunnugt er fyrir ári síðan við verðlaunaveitingu, þar sem ýmsar reglur og framkvæmd á vali ræktunarbúa ársins þóttu vafasamar.

Hestafréttir munu óska eftir að fá reglurnar til birtingar næstu daga.

Hér fyrir neðan er hins vegar listi yfir alla þá sem komu til greina árið 2017 við val á ræktunarbúi ársins. Fyrst eru sæti eitt til tíu sem hlutu tilnefningar, en þar fyrir neðan eru svo í stafrófsröð þau bú sem uppfylltu skilyrði um að ná tilnefningu, það er minnst fjögur hross sýnd og þar af að minnsta kosti tvö yfir átta í aðaleinkunn.  Einkunnir þær sem sjá má undir meðaltal aðaleinkunnar munu hafa verið leiðréttar eftir aldri hrossa, en ekki liggja fyrir nákvæmar skýringar á hvernig það er gert.

En listinn er fróðlegur til upprifjunar á meðan beðið er eftir nýjum lista!

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD