Lárus gefur kost á sér til næstu tveggja ára!

Lárus gefur kost á sér til næstu tveggja ára!

Deila

Nú líður að landsþingi. Á þinginu verður kosið til stjórnar. Hestafréttir höfðu samband við formann Landssambands hestamannafélaga, Lárus Ástmar Hannesson og spurðu hvort hann hyggðist gefa kost á sér áfram sem formaður sambandsins en Lárus hefur verið formaður LH síðan haustið 2014.

Sæl verið þið hjá Hestafréttum og takk fyrir að sýna málunum þennan áhuga. Já ég hef, ásamt mínum nánustu, tekið ákvörðun um að gefa kost á mér sem formaður Landssambands hestamannafélaga til næstu tveggja ára og hef tilkynnt stjórn þá ákvörðun. Þessi fjögur ár sem ég hef setið sem formaður hafa verið gefandi og gaman að taka þátt í starfinu. Í þessu verkefni kynnist maður mikið af fólki hérlendis og erlendis sem hafa ástríðu fyrir íslenska hestinum og vill veg hans sem mestan og er það ómetanlegt að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu.

Bestu kveðjur

Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD