Skráning á Metamót

Skráning á Metamót

Deila

Skráning á metamót Spretts 2018 er í fullum gangi. Skráningu líkur 4.september kl 23:59. Áætlað er að keppni hefjist á föstudag um kl 12:00 með blandaðri forkeppni í B-flokki. Metamótið hefur í gengnum tíðina verið mót nýjunga og verður sú nýjung á mótinu í ár að keppendur hafa þess kost að kaupa VIP sæti aftast í rásröð, en 15 sæti eru í boði í A-og B-flokki. Til að skrá í þessi sæti skal velja í Sportfeng Metamót 2018 VIP.

Á Laugardaginn verður fjölbreytt dagskrá í Samskipahöllinni. Þar verður perlað með Krafti á milli 11-15. Útdráttur verður í Equisanadeildinni á laugardagskvöldinu, þá verða einnig úrslit í tölti og  uppboð á úrslitasætum. Bein útsending verður frá öllu mótinu.

Við minnum á að aldurstakmark er til keppni á mótinu og miðast þátttökuréttur við ungmennaflokk. Ef vandamál koma upp við skráningu má hafa samband í s. 869-8425. Ekki verður tekið við skráningum eftir auglýstan skráningartíma.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD