Arion frá Eystra-Fróðholti allur!

Arion frá Eystra-Fróðholti allur!

Deila

Arion frá Eystra-Fróðholti allur! – Felldur eftir slys í gær

Einn frægasti og hæst dæmdi stóðhestur landsins, Arion frá Eystra-Fróðholti er allur, hann brotnaði á bógi, líklega í gærkvöldi og var felldur í dag. Í gær var verið að sóna úr hólfi hjá honum í Austvaðsholti í Landsveit og er talið að þetta hafi gerst eftir það,  líklegt er talið að áverkinn sé einhvers konar snúningsáverki. Þetta eru óneitanlega mikil tíðindi í hrossaræktinni, enda Arion  feykilega vinsæll og frægur hestur. Hann var ellefu vetra, undan Sæ frá Bakkakoti og Glettu frá sama bæ, sem var undan Óði frá Brún.

Ársæll Jónsson var ræktandi hestsins og eigandi ásamt dóttur sinni Ragnheiði Hrund. Undan Arion eru til skráð 313 afkvæmi, en sú skrá á örugglega eftir að lengjast þegar öll afkvæmi þessa árs og þess næsta verða færð til bókar.

Hæsta einkunn Arions í kynbótadómi er 8.91, en hann var sýndur af Daníel Jónssyni þar sem hann fékk 9.25 fyrir hæfileika og 8.39 fyrir sköpulag. Arion fékk 10.0 fyrir bæði tölt og hægt tölt. Þá fékk hann einnig fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti 2018.

Í keppni í A-flokki á Landsmótinu í Reykjavík varð hann í öðru sæti í forkeppni með 8.85, en var síðan dreginn út úr frekari keppni á mótinu vergna meiðsla. Á Landsmóti 2018 varð hann annar í úrslitum í A-flokki, einnig með Daníel Jónssyni, sem ávallt sýndi hestinn.

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD