Daníel Jónson kveður sinn besta vin!

Daníel Jónson kveður sinn besta vin!

Deila

Daníel Jónson kveður sinn besta vin!

Hann sem flestra fyllti von,
frækinn afreks mestur. 
Er nú fallinn Arion,
yndislegur hestur.

Þetta er sárara en tárum tekið. Að missa sinn besta vin. Við Arion erum búnir að fylgjast að síðan haustið 2010. Við höfum gengið saman í gegnum súrt og sætt en þó mikið meira af sætu. Ég fyllist þakklæti að hafa fengið að kynnast þessum ofurgæðing sem hefur kennt mér meira en allir aðrir. Við fjölskyldan áttum með honum ógleymanlegar stundir og vil ég þakka Sæla og Ragnheiði fyrir að hafa veitt mér þann heiður að hafa fengið að hafa hann sem minn. Takk óendanlega fyrir það. 
Hvíldu í friði mikli höfðingji fyrir mér hafðir þú allt sem hestur á að hafa. Þetta tölt og skeið vá! Þakka þér fyrir allar okkar góðu stundir, þinn vinur Daníel Jónsson.

þessi fallegi texti er birtur með góðfúslegu leyfi Daniels.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD