Skrapatungurétt 2018

Skrapatungurétt 2018

Deila

Helgina 14. -16. september næstkomandi fer fram stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Líkt og síðustu ár eru allir hjartanlega velkomnir en helgin er svo sannarlega stórhátíð heimamanna þar sem reiðmenn og aðrir gestir skemmta sér eins og þeim einum er lagið !

Þeir gestir sem hafa áhuga á að slást í för með gangnamönnum á Laxárdal hafa þann kostinn á að leigja hesta hjá heimamönnum eða mæta með sína eigin en gjaldfrjáls nátthagi verður fyrir hross á Strjúgsstöðum (norðan afleggjara við veginn). Fyrir þá sem kjósa að taka ekki þátt í reiðinni sjálfri er bent á að Kirkjuskarðsrétt er í 40 mínútna akstursfjarlægð frá Blönduósi og Skrapatungurétt í aðeins um 15 mínútna akstursfjarlægð.

Fjallkóngur er enginn annar en Skarphéðinn Einarsson kórstjóri karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps með meiru og mun hann sjá um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni.

Ef spurningar vakna er áhugasömum velkomið að hafa samband !

Facebook síða viðburðarins https://www.facebook.com/skrapatungurett/

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur Húnavatnssýslu s. 452 4848 / [email protected]

 

Dagskrá helgarinnar

Föstudagurinn 14.september

19.30 Súpukvöld í Félagsheimilinu á Blönduósi

https://www.facebook.com/events/252657705579494/

Laugardagurinn 15.september

9.30 Lagt af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal

9.30 Lagt af stað frá Gautsdal

12.00 Áning í Kirkjuskarði

Kjötsúpa og fleiri veitingar til sölu (ath. enginn posi)

14.00 Riðið af stað frá Kirkjuskarði

16.30 Áætlaður komutími í Skrapatungurétt

23.00 Stóðrétta-dansleikur

Hvannadalsbræður í Félagsheimilinu á Blönduósi

https://www.facebook.com/events/1120022868151332/

Sunnudagurinn 16.september

11.00 Stóðréttir í Skrapatungurétt

Veitingasala í réttarskúr á meðan réttarstörfum stendur

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD