Jóna Dís í framboð gegn Lárusi Ástmari!

Jóna Dís í framboð gegn Lárusi Ástmari!

Deila

Jóna Dís Bragadóttir varaformaður Landssambands hestamannafélaga hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns L.H. á næsta ársþingi samkvæmt heimildum Hestafrétta. Þar með fer hún fram gegn sitjandi formanni, Lárusi Ástmar Hannessyni, sem nýlega tilkynnti að hann byði sig fram til síns þriðja kjörtímabils. Það stefnir því allt í harða kosningabaráttu meðal hestamanna næstu daga og vikur, en ekki liggur enn fyrir hvort skoðanamunur eða mismunandi stefnumál ráða ákvörðun um framboð.

Jóna Dís er sem fyrr segir núverandi varaformaður L.H., og á hún sterk tengsl inn í hreyfingu hestamanna. Hún er systir Hinriks Bragasonar og þar með hluti af þeirri stóru fjölskyldu sem oft er nefnt „Klanið“ af þeim sjálfum og af hestafólki. Jóna Dís er einnig gift Helga Sigurðssyni, sem er einn kunnasti hestadýralæknir landsins.

Ekki tókst að ná sambandi við  Jónu Dís en Lárus Ástmar staðfestir framboð hennar í samtali við Hestafréttir.

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD