Meistadeildin 2019: Nýtt lið mætir og stjörnur skipta um lið!

Meistadeildin 2019: Nýtt lið mætir og stjörnur skipta um lið!

Deila

Línur eru farnar að skýrast varðandi Meistaradeildina í hestaíþróttum, sem venju samkvæmt mun hefjast í byrjun næsta árs.  Töluverðar breytingar verða nú frá síðasta ári. Einna mesta athygli vekur að stórstjarnan Sigurður Sigurðarson skiptir um lið og verður nú hluti af liði Olil Amble og Bergs Jónssonar, Gangmyllunnar. Þar hættir hins vegar Daníel Jónsson sem ekki fer í annað lið. Þá vekur athygli að gamla lið Sigurðar Sigurðarsonar og Sigurbjörns Bárðarsonar er í raun lagt niður, en nýtt lið kemur í staðinn og hefur það ekki hlotið nafn. Enn vekur athygli að Eyrún Ýr Pálsdóttir kemur ný inn í lið Top Reiter ásamt Konráði Val Sveinssyni, en þær Hanne Smidesang og Agnes Hekla Árnadóttir færa sig í nýja liðið hans Sigurbjörns Bárðarsonar.

En hér má sjá öll liðin sem tilkynnt hafa verið sem og stjórn Meistaradeildarinnar:

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD