Svona verður kynbótaknapi ársins 2018 valinn

Svona verður kynbótaknapi ársins 2018 valinn

Deila

Blaðamaður hestafrétta hafði samband við Þorvald Kristjánsson varðandi val á kynbótaknapa ársins:

Val á kynbótaknapa ársins er grundvallað á stigaútreikningi sem byggir á hverju sýndu hrossi knapa á Íslandi. Stigaútreikningurinn eru samanlögð frávik aðaleinkunnar frá 7.50 þannig að einkunnir undir 7.50 hafa neikvæð áhrif á stigasöfnunina. Enn fremur er tekið tillit til áverka á sýndum hrossum hvers knapa og einnig hvort knapinn hafi hlotið áminningu fyrir grófa reiðmennsku á árinu. Ofangreint er það sem ákvarðar fyrst og fremst tilnefningar efstu knapa í vali á kynbótaknapa ársins og endanlega útnefningu á kynbótaknapa ársins. Að auki er horft til einstaks árangurs sem skapast af framúrskarandi og hestvænum sýningum eða frábærs árangurs efnilegs knapa sem annars skilar knapanum ekki í hóp efstu knapa byggt á stigum.

Bestu kveðjur Þorvaldur

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD