Félagsfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands.

Félagsfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands.

Deila

Félagsfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 3. Október kl 20:00 í Hliðskjálf á Selfossi.  Fundarefnið er tillögur stjórnar til aðalfundar Félags hrossabænda sem haldin verður síðar í október.

Framkomnar tillögur hljóða svo:

  1. Hrossaræktarsamtök Suðurlands leggja til að aðalfundur FHb 2018 samþykki að beina þeim tilmælum til RML að upplýsingar um einkunnir, skrokkmælngar og hófamælingar kynbótahrossa verði settar upp á grafísku formi (myndrænt) í comtil að auðvelda notendum læsi upplýsinganna.

 

  1. Hrossaræktarsamtök Suðurlands leggja til að aðalfundur FHb 2018 samþykki að beina þeim tilmælum til fagráðs í hrossarækt að fella niður einkunn fyrir vilja og geðslags þegar reiðhestkostir kynbótahrossa eru dæmdir.

 

  1. Hrossaræktarsamtök Suðurlands leggja til að aðalfundur FHb 2018 samþykki að beina þeim tilmælum til fagráðs í hrossarækt að fella niður sérstaka einkunn fyrir fegurð í reið þegar reiðhestkostir kynbótahrossa eru dæmdir.

 

  1. Hrossaræktarsamtök Suðurlands leggja til að aðalfundur FHb 2018 samþykki að beina þeim tilmælum til fagráðs í hrossarækt að gangtegundir kynbótahrossa hafi jafnt vægi í útreikningi fyrir hæfileika.

 

  1. Hrossaræktarsamtök Suðurlands leggja til að aðalfundur FHb 2018 samþykki að beina þeim tilmælum til fagráðs í hrossarækt að klárhross í röðum kynbótahrossa á Landsmótum og Fjórungsmótum fái nokkra forgjöf til að geta komist inn á þessi mót og haldi þessari forgjöf þegar til verðlauna á mótunum kemur. 

 

  1. Hrossaræktarsamtök Suðurlands leggja til að aðalfundur FHb 2018 samþykki að beina þeim tilmælum til RML að birta ekki fyrir fram hvaða kynbótadómarar dæma hvar og hvenær.

 

  1. Hrossaræktarsamtök Suðurlands leggja til að aðalfundur FHb 2018 samþykki að beina þeim tilmælum til fagráðs að dómskerfið verði uppbyggjandi þjálfunarlega séð á þann hátt að hrossin með vaxandi þjálfun og aldri þurfi að vera í auknum mæli af framhlutanum (burður í baki og lend) til að þau geti fengið hinar hærri einkunnir í kynbótadómi. 

 

  1. Hrossaræktarsamtök Suðurlands leggja til að aðalfundur FHb 2018 samþykki að endurskoða aðkomu félaga og samtaka að fagráði í hrossarækt, hvernig fulltrúar þeirra eru valdir og hvernig samstarf og samvinna er milli fulltrúanna og umbjóðanda þeirra.

 

  1. Hrossaræktarsamtök Suðurlands leggja til að aðalfundur FHb 2018 beini þeirri áskorun til Fagráðs í hrossarækt að það geri trausta áætlun um það hvernig standa skuli að því að festa varanlega hið nýja litargen fyrir ýruskjóttu litmynstri, sem fram kom sem stökkbreyting í Ellerti frá Baldurshaga, í íslenska hrossastofninum á Íslandi.

Bent er á að fundurinn er fyrir alla félaga þannig að hér gefst tækifæri fyrir alla að koma að málum og hafa áhrif á starf hrossaræktarinnar í landinu og kynna sér um leið hluta af grunnstarfi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands.

Nýjar tillögur frá félögum eru sérstaklega vel þegnar á fundinn.

Veitingar í boði samtakanna.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD