Óskað skýringa á gjaldskrá R.M.L. fyrir hestamenn og hrossaræktendur

Óskað skýringa á gjaldskrá R.M.L. fyrir hestamenn og hrossaræktendur

Deila

Haustið er tími skýrsluhalds, merkinga á folöldum, dna-sýnatöku og mörgu fleiru sam þarf til að stunda nútíma hestamennsklu og hrossarækt. Eins og fram kom fyrr á þessu ári eru margir hestamenn undrandi og ósáttir við verðlagningu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ( Rml) og hafa hestamenn  hvatt Hestafréttir til að fara betur í saumana á gjáldskránni og ýmislegt sem henni fylgir. Mörgum þykir kostnaður RML vaxa óeðlilega og að stefnan sé greinilega sú að láta hestamenn sífellt greiða hærri og hærri gjöld. Slíkt sé jafnvel farið að bitna á atvinnugreininni, og margir grípi því til þess ráðs að fresta vinnu við dna-tökur og örmerkingar og að koma með eins fá hross í kynbótadóm og hægt er á sama tíma og hrossaráðunautar hvetja fólk til að koma með hross sín til dóms. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að tilgangurinn virðist oft sá að fjölga ráðunautum í vinnu þar sem skólabræður og skólasystkyni eiga hagsmuni af því að fjölga sífellt í stétt þeirra.

Hestafréttir hafa því ákveðið að senda nokkrar spurningar til Rml sem byggjast á viðtölum við hestamenn um allt land um það sem þeir óska eftir að fá skýringar á:

  1. Hversu mikið fé fær Rml frá ríkinu á fjárlögum? Óskað er upplýsinga um árin 2015 til og með 2018 og einnig óskað eftir upplýsingum um hvað sé áætlað á fjárlögum fyrir árið 2019.
  2. Hvernig skiptist þetta fé milli búgreina í bæði hlutfalli og fjárhæðum?
  3. Hversu margir starfsmenn eru í fullu starfi hjá Rml og hversu margir til viðbótar eru í hlutastörfum?
  4. Hestamenn eru látnir greiða gjöld vegna BLUP útreikninga. Hvernig er kostnaðarskipting gerð milli búgreina þegar kemur að vinnu og kostnaði við kynbótamat, nautgripir eru til dæmis einnig metnir eftir BLUP aðferðum?
  5. Athygli vekur á „Verðskrá RML“ sem birt er á vef stofnunarinnar og sögð gilda frá 1. febrúar 2018 með samþykki ráðuneytisins, að þar er eingöngu getið um gjaldstofna er varða þjónustu við hestamenn og hrossaræktendur. Er til samsvarandi verðskrá fyrir aðrar búgreinar?
  6. Ef ekki er til slík verðskrá fyrir aðrar búgreinar, hvert er þá hlutfall þess fjármagns sem RML fær af fjárlögum sem fer til hrossaræktarinnar og til annarra búfjárgreina?
  7. Athygli vekur að margir þeirra ráðunauta, sem á heimasíðu RML eru sagðir starfa við hrossarækt, starfa einnig við önnur störf svo sem sauðfjárdóma.  Hvernig er þessu skipt, þegar ákveðið er gjald sem ráðunautar vinna fyrir hrossaræktina? Kemur þessi vinna ráðunautanna til lækkunar á gjöldum hrossaræktarinnar og þá með hvaða hætti?
  8. Hestamenn hafa bent á að samkvæmt verðskrá RML kostar 2.500.- krónur að merkja folöld, en þó virðist það  aðeins gert  ef það dregst fram yfir ákveðna dagsetningu. Hvaða málefnaleg rök eru fyrir slíku refsigjaldi eða skatti, kostar það RML einhverja auka fjármuni eða vinnu að færa örmerkingar inn eftir einhverja tiltekna dagsetningu sem RML ákveður, eða er þetta eingöngu skattheimta?
  9. Kynbótasýningar hafa aukist mikið að umfangi undanfarin ár og fleiri og fleiri starfsmenn eru við hverja sýningu þar sem þeir væntanlega fá bæði laun og dagpeninga. Fer RML með einhverjum reglulegum hætti yfir þessa þrónun, er einhvern tíma skoðað hvort draga megi úr kostnaði, eða er þróunin aðeins í þá átt að hækka gjöld og fjölga starfsfólki?

 

Hestafréttir óska eftir svörum frá RML sem fyrst og áskilja sér jafnframt rétt til að skoða málið betur og senda inn fleiri spurningar.

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD