Stórsýningin “Íslenskur landbúnaður 2018

Stórsýningin “Íslenskur landbúnaður 2018

Deila

Stórsýningin “Íslenskur landbúnaður 2018” verður haldin í Laugardalshöll um næstu helgi, 12-14. október 2018. Þar munum við hjá Kaupfélagi Borgfirðinga vera og kynna okkar vöruframboð og gaman væri að sjá sem flesta af okkar viðskiptavinum. Við verðum staðsett á bás B-2. Opnunartími sýningar er eftirfarandi: Föstudagur 12. október 14:00-19:00 Laugardagur 13. október 10:00-18:00 Sunnudagur 14. október 10:00-17:00 Aðgangseyrir er 1.000kr fyrir alla dagana, frítt fyrir börn. Boðsmiðar hafa verið sendir á öll lögbýli á landinu. Hægt er að nálgast boðsmiða í Kaupfélagi Borgfirðinga og þar gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá. Í tilefni sýningarinnar gaf Bændblaðið út sérblað og má nálgast það hér að neðan. Í tímaritinu má finna yfirlitsmynd yfir sýningarsvæðin ásamt fyrirlestradagskrá. Að auki er tímaritið stútfullt af skemmtilegu og fræðandi efni. Frekari upplýsingar má nálgast á Facebook síðu sýningarinnar: Hlökkum til að sjá þig!

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD